Meðhöndlun símtala
Ef höfuðtólið getur tengst tveimur
tækjum í einu og endurval eða
raddstýrt val er notað, þá er hringt úr
tækinu sem síðast var hringt úr
þegar höfuðtólið var tengt við það.
Til að ljúka símtali sem er í gangi til
að svara símtali í öðru tæki skaltu ýta
á svartakkann.
Til að setja símtal í bið og svara
símtali í öðru tæki skaltu halda
svartakkanum inni í um 2 sekúndur.
Til að ljúka símtali í gangi og fara
aftur í símtal í bið skaltu ýta á
svartakkann.
Til að skipta milli símtalsins í gangi
og símtals í bið heldurðu
svartakkanum inni í um 2 sekúndur.